Marspiankonfekt með möndlumjöli Marín Manda skrifar 9. september 2013 13:30 Þeir eru gómsætir þessir marsipan konfektmolar. María Krista Hreiðarsdóttir er hér með girnilega uppskrift af konfektmolum með Sukrin Melis, stevíudropum og möndlumjöli. Marspiankonfekt 130 gr Funksjonell möndlumjöl 90 gr Sukrin Melis 2 dl eggjahvítur 1 tsk möndludropar 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85% Rapunzel súkkulaði Hrærið öllu vel saman í skál, mótið litlar kúlur úr marsipaninu og kælið. Hægt að hjúpa með 85% súkkulaði, velta svo upp úr kókosmjöli, muldum macadamiuhnetum eða hverju sem er. Hálf pecanhneta er líka voðalega sæt á einn mola. Einnig er hægt að fletja út marsipanið og nota á tertur. Gott er að bragðbæta marspipanið t.d. með rommdropum, blanda muldum hnetum í marsipanið og svo mætti lengi telja. Fullkomnir konfektmolar með kaffinu. Kókosjöklar 80 gr kókosolía kaldpressuð Himnesk hollusta 80 gr kókosmjólk eða kókosrjómi ISOLA 100 gr Sukrin Melis Funksjonell 200 gr grófmalað kókosmjöl NOW 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85 % Rapunzel súkkulaði Hitið kókosolíu, kókosmjólk/kókosrjóma og Sukrin Melis í potti þar til allt er bráðnað. Hellið kókosmjölinu út í og hrærið vel saman. Setjið annaðhvort í form og frystið í hálftíma og skerið svo niður eða setjið í silikonkonfektform sem þið takið beint úr forminu og húðið með súkkulaði. Hitið súkkulaðið í vatnsbaði eða þar til gerðum súkkulaðipotti, má alveg bragðbæta það t.d með piparmyntustevíudropum 4-5 og hræra áður en þið húðið. Passlegt er að dýfa jafnvel helmingnum af konfektinu í súkkulaði og þá líta molarnir út eins og jöklar. Eftirréttir Smákökur Uppskriftir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Brúðubíllinn snýr aftur Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
María Krista Hreiðarsdóttir er hér með girnilega uppskrift af konfektmolum með Sukrin Melis, stevíudropum og möndlumjöli. Marspiankonfekt 130 gr Funksjonell möndlumjöl 90 gr Sukrin Melis 2 dl eggjahvítur 1 tsk möndludropar 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85% Rapunzel súkkulaði Hrærið öllu vel saman í skál, mótið litlar kúlur úr marsipaninu og kælið. Hægt að hjúpa með 85% súkkulaði, velta svo upp úr kókosmjöli, muldum macadamiuhnetum eða hverju sem er. Hálf pecanhneta er líka voðalega sæt á einn mola. Einnig er hægt að fletja út marsipanið og nota á tertur. Gott er að bragðbæta marspipanið t.d. með rommdropum, blanda muldum hnetum í marsipanið og svo mætti lengi telja. Fullkomnir konfektmolar með kaffinu. Kókosjöklar 80 gr kókosolía kaldpressuð Himnesk hollusta 80 gr kókosmjólk eða kókosrjómi ISOLA 100 gr Sukrin Melis Funksjonell 200 gr grófmalað kókosmjöl NOW 10 stevíudropar Vanillu 50 gr 85 % Rapunzel súkkulaði Hitið kókosolíu, kókosmjólk/kókosrjóma og Sukrin Melis í potti þar til allt er bráðnað. Hellið kókosmjölinu út í og hrærið vel saman. Setjið annaðhvort í form og frystið í hálftíma og skerið svo niður eða setjið í silikonkonfektform sem þið takið beint úr forminu og húðið með súkkulaði. Hitið súkkulaðið í vatnsbaði eða þar til gerðum súkkulaðipotti, má alveg bragðbæta það t.d með piparmyntustevíudropum 4-5 og hræra áður en þið húðið. Passlegt er að dýfa jafnvel helmingnum af konfektinu í súkkulaði og þá líta molarnir út eins og jöklar.
Eftirréttir Smákökur Uppskriftir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Brúðubíllinn snýr aftur Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira