Tesla gæti þurrkað upp rafhlöður fyrir fartölvur Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2013 13:45 Tesla Model S Eftirspurnin eftir eins framleiðslubíl Tesla, Model S, er á góðri leið með að fylla framboðið á LiOn rafhlöðum sem framleidd eru í heiminum. Því gætu fartölvuframleiðendur barist við Tesla um þá framleiðslu sem í boði er. Í Tesla Model S eru 2.000 sinnum fleiri rafhlöðusellur er í hverri meðalfratölvu. Í ár er búist við því að 21.000 Tesla Model S bílar verði seldir og að sú tala verði komin uppí 40.000 bíla árið 2015. Þá fyrst verður vandinn raunverulegur, þ.e. ef ekki verður mjög aukið við framleiðslu rafhlaðanna. Panasonic hefur á prjónunum að auka framleiðsluna til að mæta þessari stórauknu þörf, bæði með stækkun núverandi verksmiðja og byggingu nýrra. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Eftirspurnin eftir eins framleiðslubíl Tesla, Model S, er á góðri leið með að fylla framboðið á LiOn rafhlöðum sem framleidd eru í heiminum. Því gætu fartölvuframleiðendur barist við Tesla um þá framleiðslu sem í boði er. Í Tesla Model S eru 2.000 sinnum fleiri rafhlöðusellur er í hverri meðalfratölvu. Í ár er búist við því að 21.000 Tesla Model S bílar verði seldir og að sú tala verði komin uppí 40.000 bíla árið 2015. Þá fyrst verður vandinn raunverulegur, þ.e. ef ekki verður mjög aukið við framleiðslu rafhlaðanna. Panasonic hefur á prjónunum að auka framleiðsluna til að mæta þessari stórauknu þörf, bæði með stækkun núverandi verksmiðja og byggingu nýrra.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent