Jepplingasala leiðir söluaukningu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 10:15 Honda CR-V selst eins og heitar lummur í Bandaíkjunum. Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent