Þekktar erlendar kvikmyndasíður hafa í dag birt nýjar ljósmyndir sem teknar voru hér á landi á síðasta ári við tökur á kvikmyndinni Noah.
Myndirnar virðast hafa verið valdar sérstaklega til að sýna íslenska náttúru og gefa ágætis vísbendingu um að Ísland spili stórt hlutverk í mynd Darrens Arronofsky, sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.
Noah fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um biblíusöguna um Örkina hans Nóa. Meðal leikara í myndinni eru Russell Crowe, Emma Watson, Ray Winstone, Jennifer Connelly og Anthony Hopkins. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í mars 2014.
Íslensk náttúra í aðalhlutverki
