105 ára og ekur daglega Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 10:15 Glaðbeitt sú 105 ára og til í næsta ökutúr Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru. Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent
Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru.
Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent