Toyota GT-86 gegn McLaren 12C Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 11:50 Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent