Benz hyggur á stórsókn í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Frá sýningarsal Mercedes Benz í Kína Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent
Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent