Skoda Octavia í 4 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 08:45 Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent
Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent