Næsti Prius mun kosta minna Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 10:15 Toyota Prius Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Forsvarsmenn Toyota segja að næsta kynslóð Toyota Prius muni ekki bara kosta minna, heldur muni hann verða léttari og eyða minna, en alls ekki á kostnað búnaðar eða rýmis. Eyðslan á að minnka um 10% og þyngdarpunktur bílsins á að lækka talsvert. Næsta kynslóð Prius kemur væntanlega um vorið árið 2015 ef Toyota heldur sig við fyrri líftíma hverrar kynslóðar, sem hefur verið 6 ár. Rafhlöður bílsins verða minni og léttari, þökk sé annarri efnisnotkun og þau verður hægt að hlaða á minni tíma en í núverandi Prius. Hægt verður að hlaða bílinn þráðlaust og því engin þörf á kapli sem stinga þarf í samband. Toyota er einnig að vinna að þróun vetnisbíla sem kynntir verða á bílasýningunni í Tokyo í nóvember.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent