Nýi Subaru WRX? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 16:00 Ef nýr Subaru WRX mun líta svona út verða margir Subaruaðdáendur kátir Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann. Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent
Ef þetta er útlit næsta Subaru WRX verða margir Subaru aðdáendur glaðir, en sannarlega sést hér mikil framför frá núverandi bíl, sem margir eru ekki sáttir við útlitslega. Ekki er mjög mikið vitað um bílinn, en þó að vél hans verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Búast má við meira afli en í núverandi WRX bíls, sem er þó með 265 hestöfl tiltæk. STI útgáfa bílsins er 305 hestöfl. Núverandi WX er með 2,5 lítra vél, en sá nýi verður líklega með 2,0 lítra vél, en samt fleiri hestöfl. Bíllinn verður með 6 gíra beinskiptingu en núverandi bíll er með 5 gíra. Áfram verður bíllinn að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Að myndinni að dæma verður bíllinn nokkru lægri á vegi en forverinn og þyngdarpunktur hans lágur, en fyrir vikið verður hann ef til vill ekki eins hentugur á íslenskum vegum, eða sem rallbíll. En flottur er hann.
Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent