Kveðju- og útgáfutónleikar Markúsar & The Diversion Sessions Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. ágúst 2013 15:10 Markús & The Diversion Sessions Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel á morgun. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum en þetta verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson sem heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera til sölu í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. DJ Benson is Fantastic spilar á milli atriða. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000 kr. inn. Markús & The Diversion Sessions eru þeir Markús Bjarnason, Georg Kári Hilmarsson, Ási Þórðarson og Marteinn Sindri Jónsson. Markús hefur spilað einn af og til í gegnum árin, og einnig með hljómsveitunum Campfire Backtracks, Sofandi, Glasamar further than far far og Skátum. Í dag er hann einnig meðlimur í hljómsveitinni Stroff. The Diversion Sessions fæddist þegar Markús fór að huga að útgáfu fyrir plötuna, Now I know, sem gefin var út árið 2010 í takmörkuðu upplagi og seldist fljótt upp. Hann hafði reglulega leitað að trommuleikara og bassaleikara til að spila með og fann þá Ása og Georg Kára. Nú er Marteinn Sindri einnig genginn til liðs við hljómsveitina, en hann átti upphaflega að vera hluti af bandinu, en gat það ekki vegna anna. Ýmsir gestaspilarar hafa spilað með Markús & the Diversion Sessions, bæði á tónleikum sem og í upptökum. Steingrímur Teague spilaði til dæmis á flygil og syntha í laginu Sweet Nothing á nýju plötunni sem kemur út á fimmtudaginn. Hljómsveitin hefur meðal annars komið fram á Innipúkanum og á Airwaves, bæði skiptin með fullu bandi, lúðrahljómsveit og bakröddum. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel á morgun. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum en þetta verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson sem heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera til sölu í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. DJ Benson is Fantastic spilar á milli atriða. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000 kr. inn. Markús & The Diversion Sessions eru þeir Markús Bjarnason, Georg Kári Hilmarsson, Ási Þórðarson og Marteinn Sindri Jónsson. Markús hefur spilað einn af og til í gegnum árin, og einnig með hljómsveitunum Campfire Backtracks, Sofandi, Glasamar further than far far og Skátum. Í dag er hann einnig meðlimur í hljómsveitinni Stroff. The Diversion Sessions fæddist þegar Markús fór að huga að útgáfu fyrir plötuna, Now I know, sem gefin var út árið 2010 í takmörkuðu upplagi og seldist fljótt upp. Hann hafði reglulega leitað að trommuleikara og bassaleikara til að spila með og fann þá Ása og Georg Kára. Nú er Marteinn Sindri einnig genginn til liðs við hljómsveitina, en hann átti upphaflega að vera hluti af bandinu, en gat það ekki vegna anna. Ýmsir gestaspilarar hafa spilað með Markús & the Diversion Sessions, bæði á tónleikum sem og í upptökum. Steingrímur Teague spilaði til dæmis á flygil og syntha í laginu Sweet Nothing á nýju plötunni sem kemur út á fimmtudaginn. Hljómsveitin hefur meðal annars komið fram á Innipúkanum og á Airwaves, bæði skiptin með fullu bandi, lúðrahljómsveit og bakröddum.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira