Rafmagnsreiðhjól sem heldur 80 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 10:15 Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent