Framleiðslu endanlega hætt á rúgbrauðinu Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2013 09:45 Volkswagen rúgbrauð hefur ekki verið framleiddur í heimalandinu Þýskalandi lengi, en það hefur hinsvegar verið gert í Brasilíu. En nú er einnig komið að sögulokum þar. Síðustu eintök hans verða framleidd í sérútgáfu í 600 númeruðum eintökum. Það eru nýjar öryggisreglur í Brasilíu sem taka brátt gildi sem kemur í veg fyrir að framleiðslu á rúgbrauðinu verði haldið áfram. Rúgbrauðið, þ.e. eins og hérlendum er tamt að kalla bílinn, heitir í raun Volkswagen Type 2 Microbus. Framleiðsla rúgbrauðsins í Brasilíu hófst árið 1957 og hefur hann því verið framleiddur þar í 56 ár. Framleiðsla hans í Þýskalandi hófst hinsvegar árið 1950, svo framleiðslusaga bílsins nær til 63 ára. Enginn bíll í heiminum hefur verið framleiddur jafn lengi og eru því endalok hans nú um margt söguleg. Þegar rúgbrauðið kom fyrst fram var bíllinn með 1,2 lítra og 28 hestafla loftkælda vél, en þau 600 viðhafnareintök sem smíðuð verða sem síðustu bílarnir eru með 78 hestafla 1,4 lítra vatnskælda vél. Innréttingin verður í sömu litum og ytra byrðið, þ.e. hvít og blá. Í bílnum verður MP3 spilari og USB tengi, svo segja má að um nútímalegan bíl verði að ræða, þó svo hönnun hans sé töluvert meira en hálfrar aldar gömul. Rúgbrauðið var hinn sanni hppabíll Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent
Volkswagen rúgbrauð hefur ekki verið framleiddur í heimalandinu Þýskalandi lengi, en það hefur hinsvegar verið gert í Brasilíu. En nú er einnig komið að sögulokum þar. Síðustu eintök hans verða framleidd í sérútgáfu í 600 númeruðum eintökum. Það eru nýjar öryggisreglur í Brasilíu sem taka brátt gildi sem kemur í veg fyrir að framleiðslu á rúgbrauðinu verði haldið áfram. Rúgbrauðið, þ.e. eins og hérlendum er tamt að kalla bílinn, heitir í raun Volkswagen Type 2 Microbus. Framleiðsla rúgbrauðsins í Brasilíu hófst árið 1957 og hefur hann því verið framleiddur þar í 56 ár. Framleiðsla hans í Þýskalandi hófst hinsvegar árið 1950, svo framleiðslusaga bílsins nær til 63 ára. Enginn bíll í heiminum hefur verið framleiddur jafn lengi og eru því endalok hans nú um margt söguleg. Þegar rúgbrauðið kom fyrst fram var bíllinn með 1,2 lítra og 28 hestafla loftkælda vél, en þau 600 viðhafnareintök sem smíðuð verða sem síðustu bílarnir eru með 78 hestafla 1,4 lítra vatnskælda vél. Innréttingin verður í sömu litum og ytra byrðið, þ.e. hvít og blá. Í bílnum verður MP3 spilari og USB tengi, svo segja má að um nútímalegan bíl verði að ræða, þó svo hönnun hans sé töluvert meira en hálfrar aldar gömul. Rúgbrauðið var hinn sanni hppabíll
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent