Framleiðslu endanlega hætt á rúgbrauðinu Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2013 09:45 Volkswagen rúgbrauð hefur ekki verið framleiddur í heimalandinu Þýskalandi lengi, en það hefur hinsvegar verið gert í Brasilíu. En nú er einnig komið að sögulokum þar. Síðustu eintök hans verða framleidd í sérútgáfu í 600 númeruðum eintökum. Það eru nýjar öryggisreglur í Brasilíu sem taka brátt gildi sem kemur í veg fyrir að framleiðslu á rúgbrauðinu verði haldið áfram. Rúgbrauðið, þ.e. eins og hérlendum er tamt að kalla bílinn, heitir í raun Volkswagen Type 2 Microbus. Framleiðsla rúgbrauðsins í Brasilíu hófst árið 1957 og hefur hann því verið framleiddur þar í 56 ár. Framleiðsla hans í Þýskalandi hófst hinsvegar árið 1950, svo framleiðslusaga bílsins nær til 63 ára. Enginn bíll í heiminum hefur verið framleiddur jafn lengi og eru því endalok hans nú um margt söguleg. Þegar rúgbrauðið kom fyrst fram var bíllinn með 1,2 lítra og 28 hestafla loftkælda vél, en þau 600 viðhafnareintök sem smíðuð verða sem síðustu bílarnir eru með 78 hestafla 1,4 lítra vatnskælda vél. Innréttingin verður í sömu litum og ytra byrðið, þ.e. hvít og blá. Í bílnum verður MP3 spilari og USB tengi, svo segja má að um nútímalegan bíl verði að ræða, þó svo hönnun hans sé töluvert meira en hálfrar aldar gömul. Rúgbrauðið var hinn sanni hppabíll Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent
Volkswagen rúgbrauð hefur ekki verið framleiddur í heimalandinu Þýskalandi lengi, en það hefur hinsvegar verið gert í Brasilíu. En nú er einnig komið að sögulokum þar. Síðustu eintök hans verða framleidd í sérútgáfu í 600 númeruðum eintökum. Það eru nýjar öryggisreglur í Brasilíu sem taka brátt gildi sem kemur í veg fyrir að framleiðslu á rúgbrauðinu verði haldið áfram. Rúgbrauðið, þ.e. eins og hérlendum er tamt að kalla bílinn, heitir í raun Volkswagen Type 2 Microbus. Framleiðsla rúgbrauðsins í Brasilíu hófst árið 1957 og hefur hann því verið framleiddur þar í 56 ár. Framleiðsla hans í Þýskalandi hófst hinsvegar árið 1950, svo framleiðslusaga bílsins nær til 63 ára. Enginn bíll í heiminum hefur verið framleiddur jafn lengi og eru því endalok hans nú um margt söguleg. Þegar rúgbrauðið kom fyrst fram var bíllinn með 1,2 lítra og 28 hestafla loftkælda vél, en þau 600 viðhafnareintök sem smíðuð verða sem síðustu bílarnir eru með 78 hestafla 1,4 lítra vatnskælda vél. Innréttingin verður í sömu litum og ytra byrðið, þ.e. hvít og blá. Í bílnum verður MP3 spilari og USB tengi, svo segja má að um nútímalegan bíl verði að ræða, þó svo hönnun hans sé töluvert meira en hálfrar aldar gömul. Rúgbrauðið var hinn sanni hppabíll
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent