Jaguar sýnir jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 08:45 Hinn laglegasti jepplingur frá Jaguar Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent