FÍB hjálparþjónusta um allt land Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 12:15 FÍB hefur fengið liðsauka fyrir verslunarmannahelgina Líkt og undanfarin 62 ár verður FÍB með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. FÍB aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. FÍB hefur, eins og undangengnar verslunarmannahelgar, kallað út liðsauka á aðstoðarbílum sem verða á vegum landsins, félagsmönnum og vegfarendum til halds og trausts.BL hefur góðfúslega lánað félaginu nýlega bíla en þessir auka-liðsmenn FÍB-Aðstoðar verða á þeim um verslunarmannahelgina og kann félagið fyrirtækinu bestu þakkir fyrir velvild þess í garð bifreiðaeigenda yfir mestu ferðahelgi ársins. Víða um land verða verkstæði opin vegna neyðarþjónustu og bílaumboð og stærri varahlutasalar hafa góðfúslega skipulagt bakvaktir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 414-9999, hefur milligöngu varðandi aðstoðarbeiðnir um verslunarmannahelgina og þar verður vakt frá föstudegi til síðdegis á mánudag. Þegar ekki er vakt á skrifstofunni svarar FÍB AÐSTOÐ í síma 5-112-112. Loks má minna á um þessa miklu ferða- og skemmtanahelgi að fólk gæti sín á því að snerta ekki bílinn eftir að búið er að fá sér í tána. Þótt það sé margtuggin tugga að akstur og áfengi fari ekki saman þá er hún í fullu gildi engu að síður. Nokkrur meginatriði: 1. Allir í bílbelti 2. Réttur loftþrýstingur í dekkjum og góð dekk. 3. Hlaða bílinn rétt. Þungir hlutir neðst. 4. Gæta sín á blæðingum á vegum víða um land. 5. Yfirborðsmerkingar eru víða horfnar. Sérstaklega huga að miðlínum og hvar þær eru (voru) heilar og því bannað að taka framúr. 6. Lausaganga búfjár við vegi, t.d. á Vestfjörðum og talsvert víða annarsstaðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Líkt og undanfarin 62 ár verður FÍB með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. FÍB aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. FÍB hefur, eins og undangengnar verslunarmannahelgar, kallað út liðsauka á aðstoðarbílum sem verða á vegum landsins, félagsmönnum og vegfarendum til halds og trausts.BL hefur góðfúslega lánað félaginu nýlega bíla en þessir auka-liðsmenn FÍB-Aðstoðar verða á þeim um verslunarmannahelgina og kann félagið fyrirtækinu bestu þakkir fyrir velvild þess í garð bifreiðaeigenda yfir mestu ferðahelgi ársins. Víða um land verða verkstæði opin vegna neyðarþjónustu og bílaumboð og stærri varahlutasalar hafa góðfúslega skipulagt bakvaktir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 414-9999, hefur milligöngu varðandi aðstoðarbeiðnir um verslunarmannahelgina og þar verður vakt frá föstudegi til síðdegis á mánudag. Þegar ekki er vakt á skrifstofunni svarar FÍB AÐSTOÐ í síma 5-112-112. Loks má minna á um þessa miklu ferða- og skemmtanahelgi að fólk gæti sín á því að snerta ekki bílinn eftir að búið er að fá sér í tána. Þótt það sé margtuggin tugga að akstur og áfengi fari ekki saman þá er hún í fullu gildi engu að síður. Nokkrur meginatriði: 1. Allir í bílbelti 2. Réttur loftþrýstingur í dekkjum og góð dekk. 3. Hlaða bílinn rétt. Þungir hlutir neðst. 4. Gæta sín á blæðingum á vegum víða um land. 5. Yfirborðsmerkingar eru víða horfnar. Sérstaklega huga að miðlínum og hvar þær eru (voru) heilar og því bannað að taka framúr. 6. Lausaganga búfjár við vegi, t.d. á Vestfjörðum og talsvert víða annarsstaðar
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent