Ein milljón Hyundai Santa Fe Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 08:45 Ný kynslóð Hyundai Santa Fe Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent
Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent