Anna ekki eftispurn í Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 15:00 Ford Fiesta ST er að slá í gegn Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent