Mercedes Benz selur vel Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 11:13 Mercedes Benz A-Class Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent