Skottast um á Audi í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 14:45 Fyrir skömmu voru nokkrir íslenskir bílablaðamenn á ferð í Þýskalandi að prófa nokkra Audi bíla og sést hér stutt myndskeið frá heimsókninni og fákunum fjórum sem notið var í ferðinni, sem teygði sig einnig til Austurríkis. Bílarnir voru af gerðinni Audi RS4, með 8 strokka og 450 hestafla vél, Audi A7 með 245 hestafla og sex strokka dísilvél, Audi Q5 jepplingur með 272 hestafla, 6 strokka bensínvél og Audi A4 með 204 hestafla sex strokka dísilvél. Reyndust þetta hinir mestu ljúflingar, en ekki var laust við að öll skynfæri opnuðust uppá gátt er hraðamælir Audi RS4 bílsins sýndi 286 km/klst á hraðbrautum Þýskalands. Þar er hraði bíla ekki takmarkaður. Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Fyrir skömmu voru nokkrir íslenskir bílablaðamenn á ferð í Þýskalandi að prófa nokkra Audi bíla og sést hér stutt myndskeið frá heimsókninni og fákunum fjórum sem notið var í ferðinni, sem teygði sig einnig til Austurríkis. Bílarnir voru af gerðinni Audi RS4, með 8 strokka og 450 hestafla vél, Audi A7 með 245 hestafla og sex strokka dísilvél, Audi Q5 jepplingur með 272 hestafla, 6 strokka bensínvél og Audi A4 með 204 hestafla sex strokka dísilvél. Reyndust þetta hinir mestu ljúflingar, en ekki var laust við að öll skynfæri opnuðust uppá gátt er hraðamælir Audi RS4 bílsins sýndi 286 km/klst á hraðbrautum Þýskalands. Þar er hraði bíla ekki takmarkaður.
Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent