Sleppa ótrúlega úr aurskriðu Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 10:30 Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum. Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent
Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum.
Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent