Renault-Nissan hefur selt 100.000 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 12:15 Nissan Leaf Systurfyrirtækin Renault og Nissan bjóða bæði bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Nissan býður Leaf og Renault Kangoo, Twizy, Fluence og ZOE og náðu þau samtals því takmarki í gær að selja hundraðþúsundasta bílinn sem ekki mengar neitt. Þessum bílum hefur verið ekið 841 milljón kílómetra og sparað 53 milljón lítra af eldsneyti og komið í veg fyrir að 124 milljónir kílóa af kvoltvísýringi væri spúð útí andrúmsloftið. Með þessari heildarsölu er Renault-Nissan sá bílaframleiðandi sem selt hefur flesta rafmagnsbíla í heiminum. Þessi sala hefur einungis gerst á þremur árum en Nissan Leaf var fyrst kynntur árið 2010. Er Nissan nú búið að selja 71.000 Leaf bíla og er hann söluhæsti einstaki rafmagnsbíll í heimi. Nissan Leaf er einn af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum í San Fransisco, Seattle og Honolulu á Hawaií. Það á einnig við í Noregi öllum þar sem eru selst hafa 4.600 eintök af Nissan Leaf frá 2011. Renault er söluhæsti bílaframleiðandi Evrópu í rafmagnsbílum og hefur selt hátt í 30.000 rafmagnsbíla af fjórum mismunandi gerðum. Söluhæstur þeirra er Twizy, en hann hefur selst í 11.000 eintökum. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent
Systurfyrirtækin Renault og Nissan bjóða bæði bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Nissan býður Leaf og Renault Kangoo, Twizy, Fluence og ZOE og náðu þau samtals því takmarki í gær að selja hundraðþúsundasta bílinn sem ekki mengar neitt. Þessum bílum hefur verið ekið 841 milljón kílómetra og sparað 53 milljón lítra af eldsneyti og komið í veg fyrir að 124 milljónir kílóa af kvoltvísýringi væri spúð útí andrúmsloftið. Með þessari heildarsölu er Renault-Nissan sá bílaframleiðandi sem selt hefur flesta rafmagnsbíla í heiminum. Þessi sala hefur einungis gerst á þremur árum en Nissan Leaf var fyrst kynntur árið 2010. Er Nissan nú búið að selja 71.000 Leaf bíla og er hann söluhæsti einstaki rafmagnsbíll í heimi. Nissan Leaf er einn af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum í San Fransisco, Seattle og Honolulu á Hawaií. Það á einnig við í Noregi öllum þar sem eru selst hafa 4.600 eintök af Nissan Leaf frá 2011. Renault er söluhæsti bílaframleiðandi Evrópu í rafmagnsbílum og hefur selt hátt í 30.000 rafmagnsbíla af fjórum mismunandi gerðum. Söluhæstur þeirra er Twizy, en hann hefur selst í 11.000 eintökum.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent