Ók 180 km á vélsleða á vatni Finnur Thorlacius skrifar 26. júlí 2013 10:30 Finninn Antti Holmberg setti nýtt heimsmet í fyrradag í akstri á vélsleða á vatni og tók það hann 3 klukkustundir. Meðalhraði hans var um 60 km/klst og setti hann metið bæði á stöðuvatni og aðliggjandi á nálægt bænum Ivalo. Fyrra heimsmetið var aðeins 64 km svo Finninn fljúgandi rústaði þessu meti hressilega. Talsvert af eldsneyti þurfti til akstursins og var sleði hans með tiltæka nærri 60 lítra af eldsneyti, en 20 lítra brúsa var bætt við hefðbund tank sleðans og var hann útbúinn þannig að hann fyllti jafnóðum uppí tankinn. Tveir bátar fylgdi Antti á leið sinni ef eitthvað skildi nú bjáta á, en að auki var sleðinn útbúinn flothylkjum sem blásið hefðu ógnarhratt upp ef sleðinn hefði tekið að sökkva. Hundruðir fólks úr bænum hvöttu nágranna sinn á meðan á heimsmetstilrauninni stóð. Sjá má vatnaakstur Finnans í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Finninn Antti Holmberg setti nýtt heimsmet í fyrradag í akstri á vélsleða á vatni og tók það hann 3 klukkustundir. Meðalhraði hans var um 60 km/klst og setti hann metið bæði á stöðuvatni og aðliggjandi á nálægt bænum Ivalo. Fyrra heimsmetið var aðeins 64 km svo Finninn fljúgandi rústaði þessu meti hressilega. Talsvert af eldsneyti þurfti til akstursins og var sleði hans með tiltæka nærri 60 lítra af eldsneyti, en 20 lítra brúsa var bætt við hefðbund tank sleðans og var hann útbúinn þannig að hann fyllti jafnóðum uppí tankinn. Tveir bátar fylgdi Antti á leið sinni ef eitthvað skildi nú bjáta á, en að auki var sleðinn útbúinn flothylkjum sem blásið hefðu ógnarhratt upp ef sleðinn hefði tekið að sökkva. Hundruðir fólks úr bænum hvöttu nágranna sinn á meðan á heimsmetstilrauninni stóð. Sjá má vatnaakstur Finnans í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent