S-Class ofurútgáfa í stað Maybach Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 13:57 Mercedes Benz S-Class Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, lagði niður lúxusbílamerkið Maybach í fyrra eftir að hafa reynt að blása lífi í þetta ríflega 100 ára gamla bílamerki, en án árangurs. Daimler hafði ætlað Maybach að keppa við Bentley og Rolls Royce um seðla ríkustu bílakaupendanna og kostuðu bílar Maybach allt að 470.000 dollara, eða 57 milljónir króna. Kaupendum Maybach fór sífellt fækkandi og eina ráð Daimler var að leggja niður merkið. Svo Daimler geti nú áfram keppt á markaði fyrir dýrari lúxusbíla ætla þeir að tefla frekar fram ofurútgáfu S-Class bílsins og munu fyrstu bílarnir koma á markað árið 2015 og þá af 2016 árgerð. Munu þeir kosta á bilinu 200-250.000 dollara, eða 24-30 milljónir króna. Það verð er á pari við ódýrari gerðir Bentley og Rolls Royce, en það sem Mercedes Benz telur sig hafa fram yfir keppinautana verður meiri búnaður og tækni sem í boði verða í þeirra nýju bílum. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, lagði niður lúxusbílamerkið Maybach í fyrra eftir að hafa reynt að blása lífi í þetta ríflega 100 ára gamla bílamerki, en án árangurs. Daimler hafði ætlað Maybach að keppa við Bentley og Rolls Royce um seðla ríkustu bílakaupendanna og kostuðu bílar Maybach allt að 470.000 dollara, eða 57 milljónir króna. Kaupendum Maybach fór sífellt fækkandi og eina ráð Daimler var að leggja niður merkið. Svo Daimler geti nú áfram keppt á markaði fyrir dýrari lúxusbíla ætla þeir að tefla frekar fram ofurútgáfu S-Class bílsins og munu fyrstu bílarnir koma á markað árið 2015 og þá af 2016 árgerð. Munu þeir kosta á bilinu 200-250.000 dollara, eða 24-30 milljónir króna. Það verð er á pari við ódýrari gerðir Bentley og Rolls Royce, en það sem Mercedes Benz telur sig hafa fram yfir keppinautana verður meiri búnaður og tækni sem í boði verða í þeirra nýju bílum.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent