Ríkulega búinn stór jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 08:45 Chevrolet Captiva tæki nokkur golfsettin Chevrolet Captiva - reynsluakstur Mikið úrval er nú í boði er kemur að jepplingum, enda seljast þeir einna best allra bíla og henta að auki einkar vel við íslenskar aðstæður. Sumir þeirra eru mjög vandaðir bílar og svo til öll dýrari merkin bjóða uppá jepplinga. Fyrir þá þarf hinsvegar að borga skildinginn og því skiljanlegt að kaupendur horfi einnig mikið til þeirra sem kosta aðeins minna en bjóða samt uppá mikinn búnað og talsvert afl. Einn þeirra er Chevrolet Captiva sem í boði hefur verið í nokkur ár hjá Bílabúð Benna, en býðst nú nýlega uppfærður. Captiva hefur frá upphafi verið nokkuð ríkulega búinn bíll sem fengist hefur á góða verði. Hann er nú einungis í boði hérlendis með öfluga 184 hestafla dísilvél, þó bæði aflminni dísilvél og bensínvélar séu einnig framleiddar í bílinn. Þessi bíll er boðinn á innan við 6,5 milljónir króna og er því álitlegur kostur í flóru jepplinganna.Mikið afl en lítil eyðslaChevrolet Captiva var reyndur af bílablaði Fréttablaðsins um daginn og var honum ekið ríflega, bæði innanbæjar sem og í langri ferð norður í land, samtals yfir 500 kílómetra. Hinn sýndi á sér sínar bestu hliðar við hvorutveggja aksturinn, en sérlega ánægjulegt var að sjá að eftir að komið var norður á Akureyri og 500 km akstur að baki var eldsneytistankur bílsins aðeins hálfur. Þó hafði bílnum ekki verið hlíft og öll hestöfl hans oft kölluð til. Bíllinn er gefinn upp með 7,9 lítra eyðslu en hann fór niður fyrir það, enda megnið af kílómetrunum í langkeyrslu. Ekki veitti af góðu rými bílsins með bílinn vel fullan af farþegum og farangri og kom 769 lítra flutningsrými hans í góðar þarfir. Captiva telst nefnilega með stærri gerð jepplinga og vel getur farið um allt að 5 farþega, en tvö aukasæti er einnig að finna aftur í farangursrýminu, en þau eru helst hentug fyrir börn, nema kannski á styttri leiðum. Aðeins tekur fáeinar sekúndur að reisa þau upp og þau falla flöt ef ekki í notkun. Einnig kom ágætt hljóðkerfi bílsins í góðar þarfir og kælihólf fyrir svaladrykki í hanskahólfi. Það er kannki ágætt dæmi um hve ágætlega bíllinn er búinn staðalbúnaði, en sú gerð sem eingöngu er til sölu hérlendis er mun betur búin en ódýrasta gerð bílsins sem framleidd er. Svo má gera bílinn ennþá flottari með LTZ gerð hans og þá er hann með leðursætum, 18 tommu álfelgum, rafdrifið bílstjórasæti, lyklalaust aðgengi, sóllúgu og miklu fleira góðgæti. Þannig búinn kostar Captiva 7,2 milljónir.Stífari fjöðrun en samt mjúkAkstur Captiva er lipur í borgarumferðinni þó finna megi betri akstursbíla í flokki jepplinga, flesta þó mun dýrari. Hann er næstum jafn lipur í snúningi innanbæjar og fólksbílar og gott útsýni úr bílnum hjálpar enn til. Í akstri utanbæjar er bíllinn ferlega ljúfur og gott afl hans hendir honum upp brattar brekkurnar án þess að hann þurfi að skipta niður og aflið kemur sér einnig vel við röskan framúrakstur. Sjálfskiptingin mætti vera fljótari í skiptingum, en það hjálpar henni hversu öflug vélin er og því ber minna á þessum ókosti. Fjöðrunin hefur stífnað frá síðustu árgerð bílsins og er það vel og fyrir vikið hallar hann sér ekki mikið í beygjum. Stýring er létt, jafnvel of létt og tilfinning fyrir vegi er meiri í sumum af keppinautum hans. Á móti kemur að tiltölulega mjúk fjöðrunin fer vel með farþega og stilling fjöðrunar er ávallt málamiðlun og Chevrolet menn hafa greinileg ákveðið að hafa hana ennþá í mýkri kantinum á kostnað aksturshæfninnar. Mörgum mun líka það mjög vel. Besta aðferðin við að prófa sæti bíla er ávallt í lengri akstri og stóðst Captiva það próf með sóma og átti það líka við aftursætisfarþega. Innrétting bílsins er bara nokkuð lagleg en efnisnotkun víða af ódýrari gerðinni og plast áberandi. Upplýsingaskjárinn á miðju mælaborðinu er góður og setur laglegan svip á það.Vel búinn bíll Chevrolet Captiva hefur fengið 5 störnur í árekstarprófunum, upp um eina frá síðustu gerð. Meðal öryggisbúnaðar eru loftpúðar að framan, til hliðar og í burðarbitum, stöðugleikastýring, spólvörn, brekkuaðstoð, ISOFIX festingar í aftursætum og fleira. Captiva er með 5 ára ábyrgð og hjálpar það vel í endursöluverði bílsins. Sérstaklega verður að hrósa Captiva fyrir mörg og vel staðsett hólf fyrir drykki. Þá hjálpar aðdráttar- og veltistýri bílstjóra að finna bestu akstursstellingu. Snotur smáatriði í staðalbúnaði eins og hiti í speglum og rúðuþurrku, hólf fyrir sólgleraugu, aðfellanlegir og rafdrifnir hliðarspeglar, áttaviti, tölvustýrð tveggja svæða loftkæling/hitun, Bluetooth búnaður fyrir síma, Homelink öryggislýsing, regnskynjari og opnanleg rúða í afturhlera, svo eitthvað sé nefnt, kemur skemmtilega á óvart og gerir Captiva að eigulegum bíl. Þeir sem eru í kauphugleiðingum á jepplingi gera rétt í því að skoða þann álitlega kost sem Captiva er. Kostir: Mikill staðalbúnaður, gott afl, verð Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu, akstursgeta 2,2 l. dísil, 184 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 203 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 191 km/klst Verð: 6.490.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Ágætlega útlítandi mælaborð en efnisnotkun af ódýrari gerð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Chevrolet Captiva - reynsluakstur Mikið úrval er nú í boði er kemur að jepplingum, enda seljast þeir einna best allra bíla og henta að auki einkar vel við íslenskar aðstæður. Sumir þeirra eru mjög vandaðir bílar og svo til öll dýrari merkin bjóða uppá jepplinga. Fyrir þá þarf hinsvegar að borga skildinginn og því skiljanlegt að kaupendur horfi einnig mikið til þeirra sem kosta aðeins minna en bjóða samt uppá mikinn búnað og talsvert afl. Einn þeirra er Chevrolet Captiva sem í boði hefur verið í nokkur ár hjá Bílabúð Benna, en býðst nú nýlega uppfærður. Captiva hefur frá upphafi verið nokkuð ríkulega búinn bíll sem fengist hefur á góða verði. Hann er nú einungis í boði hérlendis með öfluga 184 hestafla dísilvél, þó bæði aflminni dísilvél og bensínvélar séu einnig framleiddar í bílinn. Þessi bíll er boðinn á innan við 6,5 milljónir króna og er því álitlegur kostur í flóru jepplinganna.Mikið afl en lítil eyðslaChevrolet Captiva var reyndur af bílablaði Fréttablaðsins um daginn og var honum ekið ríflega, bæði innanbæjar sem og í langri ferð norður í land, samtals yfir 500 kílómetra. Hinn sýndi á sér sínar bestu hliðar við hvorutveggja aksturinn, en sérlega ánægjulegt var að sjá að eftir að komið var norður á Akureyri og 500 km akstur að baki var eldsneytistankur bílsins aðeins hálfur. Þó hafði bílnum ekki verið hlíft og öll hestöfl hans oft kölluð til. Bíllinn er gefinn upp með 7,9 lítra eyðslu en hann fór niður fyrir það, enda megnið af kílómetrunum í langkeyrslu. Ekki veitti af góðu rými bílsins með bílinn vel fullan af farþegum og farangri og kom 769 lítra flutningsrými hans í góðar þarfir. Captiva telst nefnilega með stærri gerð jepplinga og vel getur farið um allt að 5 farþega, en tvö aukasæti er einnig að finna aftur í farangursrýminu, en þau eru helst hentug fyrir börn, nema kannski á styttri leiðum. Aðeins tekur fáeinar sekúndur að reisa þau upp og þau falla flöt ef ekki í notkun. Einnig kom ágætt hljóðkerfi bílsins í góðar þarfir og kælihólf fyrir svaladrykki í hanskahólfi. Það er kannki ágætt dæmi um hve ágætlega bíllinn er búinn staðalbúnaði, en sú gerð sem eingöngu er til sölu hérlendis er mun betur búin en ódýrasta gerð bílsins sem framleidd er. Svo má gera bílinn ennþá flottari með LTZ gerð hans og þá er hann með leðursætum, 18 tommu álfelgum, rafdrifið bílstjórasæti, lyklalaust aðgengi, sóllúgu og miklu fleira góðgæti. Þannig búinn kostar Captiva 7,2 milljónir.Stífari fjöðrun en samt mjúkAkstur Captiva er lipur í borgarumferðinni þó finna megi betri akstursbíla í flokki jepplinga, flesta þó mun dýrari. Hann er næstum jafn lipur í snúningi innanbæjar og fólksbílar og gott útsýni úr bílnum hjálpar enn til. Í akstri utanbæjar er bíllinn ferlega ljúfur og gott afl hans hendir honum upp brattar brekkurnar án þess að hann þurfi að skipta niður og aflið kemur sér einnig vel við röskan framúrakstur. Sjálfskiptingin mætti vera fljótari í skiptingum, en það hjálpar henni hversu öflug vélin er og því ber minna á þessum ókosti. Fjöðrunin hefur stífnað frá síðustu árgerð bílsins og er það vel og fyrir vikið hallar hann sér ekki mikið í beygjum. Stýring er létt, jafnvel of létt og tilfinning fyrir vegi er meiri í sumum af keppinautum hans. Á móti kemur að tiltölulega mjúk fjöðrunin fer vel með farþega og stilling fjöðrunar er ávallt málamiðlun og Chevrolet menn hafa greinileg ákveðið að hafa hana ennþá í mýkri kantinum á kostnað aksturshæfninnar. Mörgum mun líka það mjög vel. Besta aðferðin við að prófa sæti bíla er ávallt í lengri akstri og stóðst Captiva það próf með sóma og átti það líka við aftursætisfarþega. Innrétting bílsins er bara nokkuð lagleg en efnisnotkun víða af ódýrari gerðinni og plast áberandi. Upplýsingaskjárinn á miðju mælaborðinu er góður og setur laglegan svip á það.Vel búinn bíll Chevrolet Captiva hefur fengið 5 störnur í árekstarprófunum, upp um eina frá síðustu gerð. Meðal öryggisbúnaðar eru loftpúðar að framan, til hliðar og í burðarbitum, stöðugleikastýring, spólvörn, brekkuaðstoð, ISOFIX festingar í aftursætum og fleira. Captiva er með 5 ára ábyrgð og hjálpar það vel í endursöluverði bílsins. Sérstaklega verður að hrósa Captiva fyrir mörg og vel staðsett hólf fyrir drykki. Þá hjálpar aðdráttar- og veltistýri bílstjóra að finna bestu akstursstellingu. Snotur smáatriði í staðalbúnaði eins og hiti í speglum og rúðuþurrku, hólf fyrir sólgleraugu, aðfellanlegir og rafdrifnir hliðarspeglar, áttaviti, tölvustýrð tveggja svæða loftkæling/hitun, Bluetooth búnaður fyrir síma, Homelink öryggislýsing, regnskynjari og opnanleg rúða í afturhlera, svo eitthvað sé nefnt, kemur skemmtilega á óvart og gerir Captiva að eigulegum bíl. Þeir sem eru í kauphugleiðingum á jepplingi gera rétt í því að skoða þann álitlega kost sem Captiva er. Kostir: Mikill staðalbúnaður, gott afl, verð Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu, akstursgeta 2,2 l. dísil, 184 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 203 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 191 km/klst Verð: 6.490.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Ágætlega útlítandi mælaborð en efnisnotkun af ódýrari gerð
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent