Þýskar bílasölur mótmæla netsölu BMW á i3 Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 10:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3 er á leið á markað Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi samskonar áform um nýja rafmagnsbíl sinn, BMW i3 og bílasölur sem selja BMW bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtæksins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW bíla í Þýskalandi ef þessi áform BMW ganga eftir. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi samskonar áform um nýja rafmagnsbíl sinn, BMW i3 og bílasölur sem selja BMW bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtæksins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW bíla í Þýskalandi ef þessi áform BMW ganga eftir.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent