Ósáttir feðgar Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 08:45 Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent
Eitthvað mislíkaði föður einum í Kína háttalag sonar síns og greip til þess ráðs að aka á bíl hans margsinnis í miðri umferð í borginni Ma´anshan. Í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann ekur nokkrum sinnum á BMW Z4 bíl sonarins til þess er virðist að stöðva för hans. Hann er sjálfur á mjög dýrum Mercedes Benz S350 bíl og tjónið sem hlaust af öllum þessum árekstrum er metið á 163.000 dollara, eða ríflega tuttugu milljónir króna. Fjölskyldan hlýtur að vera efnuð mjög ef hægt er að útkljá deilumál hennar með þessum hætti. Eftir árekstrana alla rýkur sonurinn útúr bíl sínum og leggur á flótta á tveimur jafnfljótum og faðirinn á eftir. Engum sögum fer af lyktum málsins eða hvað fékk föðurinn til að grípa til svo róttækra aðgerða. Sem betur fer skemmdu þeir ekki aðra bíla en eigin í þessum óvenjulegu fjölskyldudeilum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent