Ofurríkir Arabar grýttir eggjum af Lundúnabúum Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 12:45 Lundúnabúum er verulega í nöp við ofurríka fjölskyldumeðlimi olífurstanna í miðausturlöndum sem vita ekki aura sinna tal og koma tíðum með ofurbíla sína á götur borgarinnar. Þar aka þeir um og spara ekki hestöflin og hávaðann sem af því hlýst. Þau viðbrögð Lundúnabúa að kasta í þá eggjum hafa mjög aukist að undaförnu og í meðfylgjandi myndbandi sést hvar kona ein á Ferrari 458 Spider bíl verður einmitt fyrir barðinu á eggjakasti. Á undan bíl hennar sjást tveir aðrir rándýrir bílar sem einnig eru á rúntinum að spóka sig í miðbænum. Ef til vill verða þeir mest fyrir barðinu á þessu eggjaksti sem þrífa þurfa bílana, en víst er að þeir eiga ekki heilu olíulindirnar. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Lundúnabúum er verulega í nöp við ofurríka fjölskyldumeðlimi olífurstanna í miðausturlöndum sem vita ekki aura sinna tal og koma tíðum með ofurbíla sína á götur borgarinnar. Þar aka þeir um og spara ekki hestöflin og hávaðann sem af því hlýst. Þau viðbrögð Lundúnabúa að kasta í þá eggjum hafa mjög aukist að undaförnu og í meðfylgjandi myndbandi sést hvar kona ein á Ferrari 458 Spider bíl verður einmitt fyrir barðinu á eggjakasti. Á undan bíl hennar sjást tveir aðrir rándýrir bílar sem einnig eru á rúntinum að spóka sig í miðbænum. Ef til vill verða þeir mest fyrir barðinu á þessu eggjaksti sem þrífa þurfa bílana, en víst er að þeir eiga ekki heilu olíulindirnar.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent