Tesla á Nasdaq Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 15:15 Tesla Model S Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent
Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent