Tesla á Nasdaq Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 15:15 Tesla Model S Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent