Fara mjúkum höndum um rokkið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 09:54 Emilíana Torrini og Josh Homme, söngvari og forsprakki Queens of the Stone Age. Samsett mynd/AFP Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söngkonan Emilíana Torrini er á meðal söngkvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tónlist QOTSA yrði dásamleg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. "Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvubréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum," segir hann í samtali við bloggsíðuna Speakeasy. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata QOTSA. Af öðrum söngkonum á plötunni má nefna Katharine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna ...Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi.Fyrsta plata Nouvelle Vague kom út árið 2003.Breyta pönki í dinnertónlist Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar. Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Platan Uncovered Queens of the Stone Age kom út á dögunum og á henni spreyta tólf söngkonur sig á tólf lögum bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age (QOTSA). Íslenska söngkonan Emilíana Torrini er á meðal söngkvennanna tólf en það er Olivier Libaux, liðsmaður frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague, sem heldur utan um verkefnið. Libaux segist hafa gengið lengi með hugmyndina í maganum þar sem hann teldi að hrá og hávær tónlist QOTSA yrði dásamleg í mjúkum og rólegum flutningi söngkvenna. "Ég bjó til lista yfir allar uppáhalds söngkonurnar mínar og sendi ógrynni tölvubréfa. Til allrar hamingju fékk ég jákvæð viðbrögð frá mörgum," segir hann í samtali við bloggsíðuna Speakeasy. Torrini syngur lagið Go with the Flow af plötunni Songs For the Deaf frá árinu 2002, en hún er almennt talin besta plata QOTSA. Af öðrum söngkonum á plötunni má nefna Katharine Whalen, Inara George, Gaby Moreno og Alela Diane. Josh Homme, aðalsprauta QOTSA, lagði blessun sína yfir verkefnið og er að eigin sögn í skýjunum yfir útkomunni, en sveitin sendi á dögunum frá sér breiðskífuna ...Like Clockwork, sem hefur fengið góðar viðtökur frá gagnrýnendum jafnt sem almenningi.Fyrsta plata Nouvelle Vague kom út árið 2003.Breyta pönki í dinnertónlist Nouvelle Vague er samstarfsverkefni Frakkanna Olivier Libaux og Marc Collin sem staðið hefur yfir í um áratug. Þeir hafa sent frá sér nokkrar plötur þar sem þeir fá ýmsar söngkonur til að spreyta sig á gömlum pönk- og nýbylgjuslögurum sem settir hafa verið í bossa nova-útsetningar að hætti 7. áratugarins. Hljómsveitir eins og Joy Division, Dead Kennedys, Buzzcocks og XTC hafa verið heiðraðar af Nouvelle Vague, og enn í dag má stundum heyra þessar óvenjulegu útgáfur á millifínum veitingahúsum borgarinnar.
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira