45% söluaukning hjá Benz á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:21 Mercedes Benz A-Class, bíll ársins á Íslandi Bílasala á fyrri hluta ársins 2013 hefur verið með ágætum hvað Mercedes Benz bíla varðar. Alls hafa verið skráðir um 5.000 nýjar fólksbifreiðar á árinu, sem er um 1% minna en í fyrra. Á árinu 2012 voru skráðar um 8.000 nýjar bifreiðar en fyrstu mánuðir ársins fela í sér umtalsverða sölu til bílaleiga. ,,Við erum afar ánægð með söluna hjá Mercedes-Benz. Við höfum selt um 100 Mercedes Benz fólksbifreiðar það sem af er ári, sem er um 45% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir, en vissulega viljum við sjá enn meiri sölu á komandi mánuðum“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili fyrir þýska lúxusbílamerkið á Íslandi. Hann segir sölu atvinnubíla Mercedes-Benz einnig hafa gengið mjög vel. ,,Viðskiptavinir eru að sækja í sparneytna bíla, sem bjóða upp á mikið öryggi. Mercedes-Benz hefur náð mjög langt í að minnka útblástur og þar með lækka eldsneytiseyðslu. Sem dæmi má nefna M-Class, sem hefur verið mjög vinsæll. Þetta er jeppi í fullri stærð sem hefur lækkað í eyðslu um 25-30% á milli kynslóða og er að eyða á milli 7 og 8 lítrum í blönduðum akstri, og enn minna ef ekið er sparlega,“ segir Jón Trausti. ,,A-Class, sem valinn var Bíll ársins 2013 af íslenskum bílablaðamönnum, hefur verið vinsæll sem og B-Class og sportjeppinn GLK. Framundan eru spennandi tímar hjá Mercedes-Benz því við erum að fá nýja kynslóð E-Class og glænýjan bíl CLA-Class sem munu án efa vekja mikla athygli. Við höfum nú þegar selt fyrstu bílana af CLA. Svo kemur hinn magnaði S-Class á markað í vetur,“ segir Jón Trausti. Mercedes Benz setti enn eitt sölumetið á heimsvísu og seldi fleiri bíla á fyrri helmingi ársins 2013 en áður á sex mánaða tímabili í 127 ára sögu fyrirtækisins. Alls seldi Mercedes-Benz 694.433 bíla um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 6,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Júní var einnig mjög sterkur hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum á heimsvísu en þá seldust alls 131.609 Mercedes Benz bílar í mánuðinum. Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Bílasala á fyrri hluta ársins 2013 hefur verið með ágætum hvað Mercedes Benz bíla varðar. Alls hafa verið skráðir um 5.000 nýjar fólksbifreiðar á árinu, sem er um 1% minna en í fyrra. Á árinu 2012 voru skráðar um 8.000 nýjar bifreiðar en fyrstu mánuðir ársins fela í sér umtalsverða sölu til bílaleiga. ,,Við erum afar ánægð með söluna hjá Mercedes-Benz. Við höfum selt um 100 Mercedes Benz fólksbifreiðar það sem af er ári, sem er um 45% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir, en vissulega viljum við sjá enn meiri sölu á komandi mánuðum“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili fyrir þýska lúxusbílamerkið á Íslandi. Hann segir sölu atvinnubíla Mercedes-Benz einnig hafa gengið mjög vel. ,,Viðskiptavinir eru að sækja í sparneytna bíla, sem bjóða upp á mikið öryggi. Mercedes-Benz hefur náð mjög langt í að minnka útblástur og þar með lækka eldsneytiseyðslu. Sem dæmi má nefna M-Class, sem hefur verið mjög vinsæll. Þetta er jeppi í fullri stærð sem hefur lækkað í eyðslu um 25-30% á milli kynslóða og er að eyða á milli 7 og 8 lítrum í blönduðum akstri, og enn minna ef ekið er sparlega,“ segir Jón Trausti. ,,A-Class, sem valinn var Bíll ársins 2013 af íslenskum bílablaðamönnum, hefur verið vinsæll sem og B-Class og sportjeppinn GLK. Framundan eru spennandi tímar hjá Mercedes-Benz því við erum að fá nýja kynslóð E-Class og glænýjan bíl CLA-Class sem munu án efa vekja mikla athygli. Við höfum nú þegar selt fyrstu bílana af CLA. Svo kemur hinn magnaði S-Class á markað í vetur,“ segir Jón Trausti. Mercedes Benz setti enn eitt sölumetið á heimsvísu og seldi fleiri bíla á fyrri helmingi ársins 2013 en áður á sex mánaða tímabili í 127 ára sögu fyrirtækisins. Alls seldi Mercedes-Benz 694.433 bíla um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 6,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Júní var einnig mjög sterkur hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum á heimsvísu en þá seldust alls 131.609 Mercedes Benz bílar í mánuðinum.
Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent