Flottasta bónorðið Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 10:45 Henni brá ekkert lítið tilvonandi brúðurinni þegar hún og tilvonandi voru á miðri kappakstursbraut að aka djarflega milli keila og kærastinn tók skyndilega í handbremsuna, snéri sér við í sætinu og dró upp trúlofunarhring og bað sinnar heittelskuðu. Sem betur fer fyrir hann sagði hún já. Þetta gerðist á braut einni í Boston í Bandaríkjunum á klúbbdegi BMW. Í myndskeiðinu að ofan sést að tilvonandi brúðguminn er ári góður ökumaður og spennan hjá honum verður örugglega ekki meiri er hann hendir bílnum fimlega á milli keila með þá mest spennandi áætlun hvers manns í lífinu, að biðja kærustu sinnar innan nokkurra sekúndna. Allt er þetta skemmtilega fest á filmu og mjög ánægjulegt áhorfs. Eitt flottasta bónorð sem sést hefur. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent
Henni brá ekkert lítið tilvonandi brúðurinni þegar hún og tilvonandi voru á miðri kappakstursbraut að aka djarflega milli keila og kærastinn tók skyndilega í handbremsuna, snéri sér við í sætinu og dró upp trúlofunarhring og bað sinnar heittelskuðu. Sem betur fer fyrir hann sagði hún já. Þetta gerðist á braut einni í Boston í Bandaríkjunum á klúbbdegi BMW. Í myndskeiðinu að ofan sést að tilvonandi brúðguminn er ári góður ökumaður og spennan hjá honum verður örugglega ekki meiri er hann hendir bílnum fimlega á milli keila með þá mest spennandi áætlun hvers manns í lífinu, að biðja kærustu sinnar innan nokkurra sekúndna. Allt er þetta skemmtilega fest á filmu og mjög ánægjulegt áhorfs. Eitt flottasta bónorð sem sést hefur.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent