Veiðimenn óttast laxeldið Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2013 14:02 Þessir kátu karlar eru verulega ósáttir við atvinnuvegaráðherra og fyrirætlanir um eldi á norskun laxi við strendur landsins. Landssamband veiðifélaga varar við því að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað. Þetta kemur fram í harðorðri fréttatilkynningu sambandsins. Landsamband veiðifélaga hefur óskað eftir fundi með atvinnuvegaráðherra til að ræða þessi mál. Þá segir jafnframt að yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum bendi til þess að nú eigi að láta undan þrýstingi fiskeldismanna og slaka á kröfum í umhverfismálum við leyfisveitingar. "Saga laxeldis við strendur Ísland ætti að vera stjórnvöldum og öðrum viðvörun um þá áhættu sem þessum atvinnuvegi er búin." Þá minnir Landssambandið á að þegar hrogn voru flutt inn frá Noregi á sínum tíma var gert samkomulag um að lax af norskum uppruna yrði aðeins alinn í eldisstöðvum á landi en ekki settur í sjó. "Þetta samkomulag hefur verið þverbrotið og nú virðist eiga að ganga lengra í þeim efnum. Landssamband Veiðifélaga telur fráleitt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem nú er við lýði og felur í sér að álits sérfræðinga er aflað þegar Skipulagsstofnun metur hvort umhverfismats er þörf." Alrangt er sem haldið hefur verið fram að flókið leyfisferli standi laxeldi á Íslandi fyrir þrifum. "Það er fyrst og fremst hin miklu og mengandi áhrif laxeldis á umhverfið sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar," segir í tilkynningunni en undir hana ritar Óðinn Sigþórsson, formaður LV. Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Landssamband veiðifélaga varar við því að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað. Þetta kemur fram í harðorðri fréttatilkynningu sambandsins. Landsamband veiðifélaga hefur óskað eftir fundi með atvinnuvegaráðherra til að ræða þessi mál. Þá segir jafnframt að yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum bendi til þess að nú eigi að láta undan þrýstingi fiskeldismanna og slaka á kröfum í umhverfismálum við leyfisveitingar. "Saga laxeldis við strendur Ísland ætti að vera stjórnvöldum og öðrum viðvörun um þá áhættu sem þessum atvinnuvegi er búin." Þá minnir Landssambandið á að þegar hrogn voru flutt inn frá Noregi á sínum tíma var gert samkomulag um að lax af norskum uppruna yrði aðeins alinn í eldisstöðvum á landi en ekki settur í sjó. "Þetta samkomulag hefur verið þverbrotið og nú virðist eiga að ganga lengra í þeim efnum. Landssamband Veiðifélaga telur fráleitt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem nú er við lýði og felur í sér að álits sérfræðinga er aflað þegar Skipulagsstofnun metur hvort umhverfismats er þörf." Alrangt er sem haldið hefur verið fram að flókið leyfisferli standi laxeldi á Íslandi fyrir þrifum. "Það er fyrst og fremst hin miklu og mengandi áhrif laxeldis á umhverfið sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar," segir í tilkynningunni en undir hana ritar Óðinn Sigþórsson, formaður LV.
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði