Hæsta bílverð á uppboði Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2013 11:57 Mercedes Benz W196R sem Juan Manuel Fangio ók Aldrei hefur fengist hærra verð fyrir bíl á uppboði en þennan sem hér sést. Bíllinn er keppnisbíll Juan Manuel Fangio frá árinu 1954 sem hann keppti á í Grand Prix mótaröðinni og er af gerðinni Mercedes Benz W196R. Fyrir þennan bíl fengust 3,65 milljarðar króna á Bonhams uppboðinu í bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi í gær. Verð hans sló þó ekki út hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl í einkasölu, 4,3 milljarða króna. Það verð var greitt fyrir 1962 árgerðina af Ferrari GTO sem byggður var fyrir Sterling Moss og áttu þau viðskipti sér stað í fyrra. Þetta há verð sem greitt var í gær fyrir Mercedes bílinn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Formula 1 bíl og líka fyrir nokkurn Mercedes Benz bíl. Hæsta verð sem fyrir viðskiptin í gær hefur verið greitt fyrir bíl á uppboði var fyrir frumgerð Ferrari 250 TR árgerð 1957, en sá bíll fór á rétt rúma tvo milljarða króna árið 2011. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent
Aldrei hefur fengist hærra verð fyrir bíl á uppboði en þennan sem hér sést. Bíllinn er keppnisbíll Juan Manuel Fangio frá árinu 1954 sem hann keppti á í Grand Prix mótaröðinni og er af gerðinni Mercedes Benz W196R. Fyrir þennan bíl fengust 3,65 milljarðar króna á Bonhams uppboðinu í bílahátíðinni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi í gær. Verð hans sló þó ekki út hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bíl í einkasölu, 4,3 milljarða króna. Það verð var greitt fyrir 1962 árgerðina af Ferrari GTO sem byggður var fyrir Sterling Moss og áttu þau viðskipti sér stað í fyrra. Þetta há verð sem greitt var í gær fyrir Mercedes bílinn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Formula 1 bíl og líka fyrir nokkurn Mercedes Benz bíl. Hæsta verð sem fyrir viðskiptin í gær hefur verið greitt fyrir bíl á uppboði var fyrir frumgerð Ferrari 250 TR árgerð 1957, en sá bíll fór á rétt rúma tvo milljarða króna árið 2011.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent