Jeremy Clarkson þénaði 2,6 milljarða á Top Gear í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 12:15 Jeremy Clarkson brosir og hefur ástæðu til þess. Það er ekki nóg með að Jeremy Clarkson, einn þáttastjórnenda Top Gear bílaþáttanna, sé í einu skemmtilegasta starfi í heimi heldur fær hann afar vel greitt fyrir vinnu sína. Tekjur hans á síðasta ári vegna þáttanna numu 2.580 milljónum króna. Vænn hluti þeirrar upphæðar rötuðu í hans vasa við sölu fyrirtækis þess sem hefur með sölu auglýsinga í þáttinn að gera, sem selt var til BBC í fyrra. Fyrir þá sölu átti BBC 50% hlut í fyrirtækinu, Clarkson 30% og framleiðandi þáttanna Andy Wilman 20%. Þessar háu tekjur Jeremy Clarkson gerðu hann að launahæsta starfsmanni BBC í fyrra. Á síðustu 5 árum hefur Clarkson haft 1.850 milljóna tekjur af hagnaði auglýsingasölufyrirtækisins en ákvað þrátt fyrir það að selja hlut sinn. Hinir tveir þáttastjórnendur Top Gear, Richard Hammond og James May eru víst ekkert alltof hrifnir af þeim stjarnfræðilegu tekjum sem Clarkson hefur haft umfram þá tvo, en þeir samningar sem Clarkson gerði fyrir margt löngu hefur reynst honum alger gullkista. Nú, eftir sölu Clarkson á auglýsingasölufyrirtækinu, ættu þeir allir þrír að hafa sambærilegar tekjur af Top Gear og hafa þeir allir samið til næstu þriggja ára um áframhaldandi stjórnun þáttarins. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Það er ekki nóg með að Jeremy Clarkson, einn þáttastjórnenda Top Gear bílaþáttanna, sé í einu skemmtilegasta starfi í heimi heldur fær hann afar vel greitt fyrir vinnu sína. Tekjur hans á síðasta ári vegna þáttanna numu 2.580 milljónum króna. Vænn hluti þeirrar upphæðar rötuðu í hans vasa við sölu fyrirtækis þess sem hefur með sölu auglýsinga í þáttinn að gera, sem selt var til BBC í fyrra. Fyrir þá sölu átti BBC 50% hlut í fyrirtækinu, Clarkson 30% og framleiðandi þáttanna Andy Wilman 20%. Þessar háu tekjur Jeremy Clarkson gerðu hann að launahæsta starfsmanni BBC í fyrra. Á síðustu 5 árum hefur Clarkson haft 1.850 milljóna tekjur af hagnaði auglýsingasölufyrirtækisins en ákvað þrátt fyrir það að selja hlut sinn. Hinir tveir þáttastjórnendur Top Gear, Richard Hammond og James May eru víst ekkert alltof hrifnir af þeim stjarnfræðilegu tekjum sem Clarkson hefur haft umfram þá tvo, en þeir samningar sem Clarkson gerði fyrir margt löngu hefur reynst honum alger gullkista. Nú, eftir sölu Clarkson á auglýsingasölufyrirtækinu, ættu þeir allir þrír að hafa sambærilegar tekjur af Top Gear og hafa þeir allir samið til næstu þriggja ára um áframhaldandi stjórnun þáttarins.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent