Datsun Go á 850.000 kr. Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 10:15 Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent
Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent