Datsun Go á 850.000 kr. Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 10:15 Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent
Í vikunni sýndi Nissan sína nýjustu afurð, hræódýran Datsun bíl sem fengið hefur nafnið Go. Með því hefur Nissan endurvakið þetta merki sem var Íslendingum að góðu þekkt á árum áður. Nissan-Renault samstæðan hefur náð feykigóðum árangri með Dacia undirmerki sitt í Rúmeníu, en Dacia framleiðir einmitt ódýra bíla fyrir A-Evrópumarkað og selur reyndar að auki ágætlega í vestari hluta álfunnar. Því kemur það kannski ekki svo mjög á óvart að fyrirtækið velji það að markaðssetja ódýra bíla á fleiri mörkuðum. Datsun Go er helst ætlaður Indverjum og var kynntur í New Delhi. Datsun Go er 5 dyra smábíll með 1,2 lítra vél og 5 gíra beinskiptingu og kostar aðeins 7.000 dollara, eða um 850.000 krónur. Nissan-Renault ætlar þennan ódýra bíl einnig á markað í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku. Ódýrasti bíll sem fá má í Bandaríkjunum nú, Nissan Versa, kostar 12.780 dollara, eða 1.560.000 krónur og því væri Datsun Go næstum helmingi ódýrari yrði hann seldur þar.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent