Avis kaupir Payless bílaleiguna Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 15:15 Stærri bílaleigufyrirtækin eru að kaupa þau minni Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent
Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent