Metin falla á Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 11:06 Jay-Z kann vel við sig í efsta sætinu. mynd/getty Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira