Besti sonur í heimi Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 10:30 Fyrir 24 árum átti faðir þessa gjafmilda sonar Ford Mustang Mach 1 af árgerð 1972, sem var fyrsti bíllinn sem hann eignaðist og þótti mjög vænt um, enda öflugur og flottur bíll þar á ferð. Hann varð hinsvegar að selja bílinn af fjárhagsástæðum. Í síðustu árum hefur faðirinn, Rick Lookebill, reynt að hafa uppá bílnum til kaups, en án árangurs. Án hans vitneskju hafði syni hans hinsvegar orðið ágengt við leitina eftir að hann sá brennandi áhuga föður sína á að eignast bílinn aftur. Feðgarnir búa í Indiana en bíllinn fannst í Flórída. Honum tókst að sannfæra eigandann í Flórída að selja honum bílinn, en engum sögum fer af verðinu. Síðan afhenti sonurinn kaggann góða föður sínum við ómældan fögnuð. Viðbrögð hans og djúpstæðar tilfinningar sjást í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent
Fyrir 24 árum átti faðir þessa gjafmilda sonar Ford Mustang Mach 1 af árgerð 1972, sem var fyrsti bíllinn sem hann eignaðist og þótti mjög vænt um, enda öflugur og flottur bíll þar á ferð. Hann varð hinsvegar að selja bílinn af fjárhagsástæðum. Í síðustu árum hefur faðirinn, Rick Lookebill, reynt að hafa uppá bílnum til kaups, en án árangurs. Án hans vitneskju hafði syni hans hinsvegar orðið ágengt við leitina eftir að hann sá brennandi áhuga föður sína á að eignast bílinn aftur. Feðgarnir búa í Indiana en bíllinn fannst í Flórída. Honum tókst að sannfæra eigandann í Flórída að selja honum bílinn, en engum sögum fer af verðinu. Síðan afhenti sonurinn kaggann góða föður sínum við ómældan fögnuð. Viðbrögð hans og djúpstæðar tilfinningar sjást í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent