Gæðaútspil frá Mazda Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 10:36 Mazda6 er með fagrar línur Reynsluakstur - Mazda6 Nú í dag eru flestir bílar í boði með forþjöppuknúnum bensínvélum eða dísilvélum og allflestir bjóðast með báðum þeim kostum. Því er bæði óvenjulegt og ánægjulegt að prófa bíl með venjulegri "normally aspired" bensínvél sem ekki notast við forþjöppu en er samt öflug og skemmtileg. Mazda6 fæst reyndar einnig með ógnarskemmtilegri dísilvél, en svo vinsæll er hann að Brimborg, söluaðili Mazda á Íslandi fær hann ekki frá verksmiðjunum í bili og biðröð söluaðila er löng. Eftir að Mazda kynnti SkyActive vélar sínar í vel heppnuðum CX5 jepplingnum og þessum Mazda6 bíl hafa verksmiðjur þeirra ekki undan að svara gírugum kaupendum. Þetta jákvæða vandamál Mazda hefur reyndar orðið til þess að bíllinn selst í minna mæli en gæti hafa orðið og á það ekki síst við hérlendis. Mazda6 er við fyrstu sýn ferlega laglegur bíll og um hann fara ferskar og nýjar línur, enda hefur hann litla skírskotun til forvera síns og hannaður undir merkjum nýrrar KODO hönnunarlínu Mazda sem fyrirtækið kynnti fyrst á bílasýningunni í París með Takeri hugmyndabílnum. Framendi bílsins er sérlega sportlegur, en það er í raun alveg sama hvar litið er á bílinn, hann er hreinlega gullfallegur og eitt af stoltum Mazda, þó af mörgu sé að taka. Það eru greinilega nýir tímar hjá Mazda sem fyrir nokkrum árum framleiddi fátt spennandi annað en litla Miata sportbílinn. Léttist um 152 kíló Ný kynslóð Mazda6 er alveg nýr bíll og eins og títt er með nýja kynslóð bíla hefur hann farið í mikla megrun og er heilum 152 kílóum léttari en forverinn. Engu að síður er hann stærri en fyrri gerð og í þessum nokkuð stóra fjölskyldubíl fer sannarlega vel um alla farþega. Hann er líka snotur að innan og stjórntækin skilvirk og vel staðsett. Efnisnotkun er ágæt en færa þó enga lúxustilfinningu. Mest afgerandi við stjórntækin er aðgerðarskjár á miðju mælaborði og snúningshnappur, sem stjórnar öllu á honum, aftan við skiptinguna. Ræsingarhnappur er í stað hefðbundinnar lyklaræsingar og er þessi hnappur eitt af því fáa sem setja má út á bílinn. Hnappurinn er staðsettur fyrir aftan stýrið, sést illa og ökumaður þarf að beygja sig til að finna hann. Sætin í bílnum eru falleg og góð og fá má þau enn fallegri með rauðstöguðu leðri. Grunnútgáfa ódýr en viðbætur kosta Fá má Mazda6 bæði beinskiptan og sjálfskiptan með þessari 2,0 lítra bensínvél, en ef hann er tekinn með 2,5 lítra og 192 hestafla bensínvélinni fæst hann aðeins sjálfskiptur. Beinskipti bíllinn er 300.000 kr. ódýrari en sá sjálfskipti og kostar 4.390.000 krónur. Það verður að teljast gott verð fyrir svo mynduglegan bíl. Einnig telst til kosta að langbaksgerð bílsins er ekki krónu dýrari en "sedan" bíllinn. Er slíkt ekki algengt. Dísilútgáfa bílsins er 400.000 krónum dýrari en bensínbíllinn og sjálfskipting hans kostar 500.000 þar ofaná. Þar með eru valkostirnir ekki upp taldir því fá má bílinn betur búinn í Optimum útfærslu sem inniheldur leðuráklæði, rafstýrð bæði framsæti, 19" álfelgur, BOSE hljóðkerfi með bassaboxi og 11 hátölurum, lyklalaust aðgengi, bakkmyndavél og margt fleira. Talsvert fæst því fyrir peninginn með þeirri uppfærslu sem hækkar verð bílsins enn um 700.000 krónur. Er það drjúg hækkun ofaná lágt verðlagðan bíl, eða sem nemur 16% hækkun. Ef til vill eru því bestu kaupin í grunnútfærslu bílsins, þar fæst mikið fyrir lítið, þó freistandi sé að gera bílinn enn glæsilegri. Frábær akstursbíll Einn af stóru kostunum við Mazda6 eru akstureiginleikar hans. Hann er með allra bestu akstursbílum í sínum flokki og Mazda hefur tekist frábærlega upp með undivagn hans. Mazda hefur fundið málamiðlunina milli þæginda í akstri og sportlegra eiginleika og í raun uppfyllt hvorutveggja. Ef til vill er lykillinn að því hve bíllinn er orðinn léttur. Þingvallahringurinn hefur sjaldan verið skemmtilegri í akstri en í þessum bíl og það klikkar ekki að aka Nesjavallaleiðina svo til einn á ferð og láta fagran faðm Hengilsins taka við með sínum kröppu og skemmtilegu beygjum. Ekki var heldur leiðinleg reynsla að láta eiginleika Mazda6 njóta sín í brekkum og beygjum Grafningsins. Þessi minni bensínvél, 165 hestafla, er ári snörp og dugar bílnum vel. Þar sem greinarritari hefur prófað 2,2 lítra dísilvélina úr Mazda CX-5 bílnum myndi hann enn frekar kjósa hana. Hún er öflugri og eyðir samt minna, eða 3,9 lítrum með beinskiptingu. Eini ókosturinn er að þannig kostar bíllinn meira. Það er sko alls ekki ástæða til að tala niður þessa bensínvél, hún er frábær, eins og allar vélar Mazda virðast vera þessa dagana og að auki er hún einstaklega eyðslugrönn af bensínvél að vera. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,0 lítrar og hann hjó þægilega nálægt því í reynsluakstrinum. Segja má að viðkynni Mazda6 hafi verið ein sú ánægjulegasta og óvæntasta á árinu, en kannski er bara best að hætta að furða sig á gæðum Mazda nú. Kostir: Fallegur útlits, góðir aksturseiginleikar, verð Ókostir: Ræsingarhnappur, dísilútgáfa ekki til nú 2,0 l. bensín, 165 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 139 g/km CO2 Hröðun: 9,1 sek. Hámarkshraði: 216 km/klst Verð: 4.390.000 kr. Umboð: Brimborg Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent
Reynsluakstur - Mazda6 Nú í dag eru flestir bílar í boði með forþjöppuknúnum bensínvélum eða dísilvélum og allflestir bjóðast með báðum þeim kostum. Því er bæði óvenjulegt og ánægjulegt að prófa bíl með venjulegri "normally aspired" bensínvél sem ekki notast við forþjöppu en er samt öflug og skemmtileg. Mazda6 fæst reyndar einnig með ógnarskemmtilegri dísilvél, en svo vinsæll er hann að Brimborg, söluaðili Mazda á Íslandi fær hann ekki frá verksmiðjunum í bili og biðröð söluaðila er löng. Eftir að Mazda kynnti SkyActive vélar sínar í vel heppnuðum CX5 jepplingnum og þessum Mazda6 bíl hafa verksmiðjur þeirra ekki undan að svara gírugum kaupendum. Þetta jákvæða vandamál Mazda hefur reyndar orðið til þess að bíllinn selst í minna mæli en gæti hafa orðið og á það ekki síst við hérlendis. Mazda6 er við fyrstu sýn ferlega laglegur bíll og um hann fara ferskar og nýjar línur, enda hefur hann litla skírskotun til forvera síns og hannaður undir merkjum nýrrar KODO hönnunarlínu Mazda sem fyrirtækið kynnti fyrst á bílasýningunni í París með Takeri hugmyndabílnum. Framendi bílsins er sérlega sportlegur, en það er í raun alveg sama hvar litið er á bílinn, hann er hreinlega gullfallegur og eitt af stoltum Mazda, þó af mörgu sé að taka. Það eru greinilega nýir tímar hjá Mazda sem fyrir nokkrum árum framleiddi fátt spennandi annað en litla Miata sportbílinn. Léttist um 152 kíló Ný kynslóð Mazda6 er alveg nýr bíll og eins og títt er með nýja kynslóð bíla hefur hann farið í mikla megrun og er heilum 152 kílóum léttari en forverinn. Engu að síður er hann stærri en fyrri gerð og í þessum nokkuð stóra fjölskyldubíl fer sannarlega vel um alla farþega. Hann er líka snotur að innan og stjórntækin skilvirk og vel staðsett. Efnisnotkun er ágæt en færa þó enga lúxustilfinningu. Mest afgerandi við stjórntækin er aðgerðarskjár á miðju mælaborði og snúningshnappur, sem stjórnar öllu á honum, aftan við skiptinguna. Ræsingarhnappur er í stað hefðbundinnar lyklaræsingar og er þessi hnappur eitt af því fáa sem setja má út á bílinn. Hnappurinn er staðsettur fyrir aftan stýrið, sést illa og ökumaður þarf að beygja sig til að finna hann. Sætin í bílnum eru falleg og góð og fá má þau enn fallegri með rauðstöguðu leðri. Grunnútgáfa ódýr en viðbætur kosta Fá má Mazda6 bæði beinskiptan og sjálfskiptan með þessari 2,0 lítra bensínvél, en ef hann er tekinn með 2,5 lítra og 192 hestafla bensínvélinni fæst hann aðeins sjálfskiptur. Beinskipti bíllinn er 300.000 kr. ódýrari en sá sjálfskipti og kostar 4.390.000 krónur. Það verður að teljast gott verð fyrir svo mynduglegan bíl. Einnig telst til kosta að langbaksgerð bílsins er ekki krónu dýrari en "sedan" bíllinn. Er slíkt ekki algengt. Dísilútgáfa bílsins er 400.000 krónum dýrari en bensínbíllinn og sjálfskipting hans kostar 500.000 þar ofaná. Þar með eru valkostirnir ekki upp taldir því fá má bílinn betur búinn í Optimum útfærslu sem inniheldur leðuráklæði, rafstýrð bæði framsæti, 19" álfelgur, BOSE hljóðkerfi með bassaboxi og 11 hátölurum, lyklalaust aðgengi, bakkmyndavél og margt fleira. Talsvert fæst því fyrir peninginn með þeirri uppfærslu sem hækkar verð bílsins enn um 700.000 krónur. Er það drjúg hækkun ofaná lágt verðlagðan bíl, eða sem nemur 16% hækkun. Ef til vill eru því bestu kaupin í grunnútfærslu bílsins, þar fæst mikið fyrir lítið, þó freistandi sé að gera bílinn enn glæsilegri. Frábær akstursbíll Einn af stóru kostunum við Mazda6 eru akstureiginleikar hans. Hann er með allra bestu akstursbílum í sínum flokki og Mazda hefur tekist frábærlega upp með undivagn hans. Mazda hefur fundið málamiðlunina milli þæginda í akstri og sportlegra eiginleika og í raun uppfyllt hvorutveggja. Ef til vill er lykillinn að því hve bíllinn er orðinn léttur. Þingvallahringurinn hefur sjaldan verið skemmtilegri í akstri en í þessum bíl og það klikkar ekki að aka Nesjavallaleiðina svo til einn á ferð og láta fagran faðm Hengilsins taka við með sínum kröppu og skemmtilegu beygjum. Ekki var heldur leiðinleg reynsla að láta eiginleika Mazda6 njóta sín í brekkum og beygjum Grafningsins. Þessi minni bensínvél, 165 hestafla, er ári snörp og dugar bílnum vel. Þar sem greinarritari hefur prófað 2,2 lítra dísilvélina úr Mazda CX-5 bílnum myndi hann enn frekar kjósa hana. Hún er öflugri og eyðir samt minna, eða 3,9 lítrum með beinskiptingu. Eini ókosturinn er að þannig kostar bíllinn meira. Það er sko alls ekki ástæða til að tala niður þessa bensínvél, hún er frábær, eins og allar vélar Mazda virðast vera þessa dagana og að auki er hún einstaklega eyðslugrönn af bensínvél að vera. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,0 lítrar og hann hjó þægilega nálægt því í reynsluakstrinum. Segja má að viðkynni Mazda6 hafi verið ein sú ánægjulegasta og óvæntasta á árinu, en kannski er bara best að hætta að furða sig á gæðum Mazda nú. Kostir: Fallegur útlits, góðir aksturseiginleikar, verð Ókostir: Ræsingarhnappur, dísilútgáfa ekki til nú 2,0 l. bensín, 165 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 139 g/km CO2 Hröðun: 9,1 sek. Hámarkshraði: 216 km/klst Verð: 4.390.000 kr. Umboð: Brimborg
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent