Ný tækni Ford til smíði frumgerða bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2013 08:45 Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent
Nútíma bílaverksmiðjur geta pumpað út bílum á nokkrum klukkutímum, en þegar kemur að því að smíða frumgerð bíls tekur það margar vikur að forma yfirbyggingu þeirra og hver partur tekur ógnartíma og mikið vinnuafl. Nú hefur Ford fundið leið til að minnka þennan tíma niður í fáeina klukkustundir með nýrri tækni. Þessi tækni byggir á einskonar þrívíddarprentara, en ólíkt öðrum þrívíddarprenturum prentar hann ekki úr plasti, heldur stáli. Þrívíddarteikningar hönnuðanna eru sendar í prentarann og róbótar taka síðan til við að forma stálið nákvæmlega eftir teikningunum. Það fer nokkuð eftir flækjustigi hvers hlutar sem formaður er hversu langan tíma þetta tekur, en telur aðeins í klukkustundum. Þessi aðferð mun bæði spara Ford margar vinnustundirnar sem og flýta mjög útkomu nýrra bílgerða. Einnig má nota þessa tækni við framleiðslu einstakra bíla sem ekki eru ætlaðir í fjöldaframleiðslu.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent