Fiat eykur hlut sinn í Chrysler um 3,3% Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar. Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent
Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar.
Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent