Svona á ekki að fara í búðir Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 12:56 Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir! Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir!
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent