Útskrifast með bíllykla Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 13:57 Glaðir útskriftarnemendur Flestum dugar það við útskrift að fá viðurkenningarskjal um árangur sinn en aðrir fá að auki lykla af bíl. Svona er það samt hjá fjórum útskriftarnemum við háskóla einn í miðhluta Flórídafylkis. Það eru ekki foreldrar stúdentanna sem standa fyrir þessum gjöfum heldur bílasala ein í nágrenninu. Bílarnir eru reyndar ekki glænýir en þrír þeirra eru Nissan Versa árgerð 2012 og einn 2011 árgerð af Chevrolet Impala. Þessar gjafir bílasölunnar hófust árið 1998 og síðan þá hefur hún gefið 54 bíla og kostnaðurinn við það verið 600.000 dollarar. Þeir sem unnið hafa bílana eru allir yfirburðanemendur sem hafa fengið A í öllum sínum áföngum og eru gjafirnar hugsaðar til að einfalda þeim lífið við frekara nám. Hefur verkefnið verið kallað "Wheels for A´s". Að þessu sinni voru 7.000 nemendur og foreldrar sem urðu vitni af afhendingu bílanna við útskriftirnar og telur bílasalan að það hafi mikið auglýsingagildi auk þess sem stjórnendur bílasölunnar vilja leggja til samfélagsins með þessum hætti. Á næsta ári ætlar bílasalan að gefa 5 bíla í þessu vinalega verkefni sínu, "Wheels for A´s". Einhverju virðist þetta hafa skilað bílasölunni því sumir af þeim heppnu hafa gegnum árin einmitt keypt nýja bíla af henni eftir að skólagöngu lauk. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent
Flestum dugar það við útskrift að fá viðurkenningarskjal um árangur sinn en aðrir fá að auki lykla af bíl. Svona er það samt hjá fjórum útskriftarnemum við háskóla einn í miðhluta Flórídafylkis. Það eru ekki foreldrar stúdentanna sem standa fyrir þessum gjöfum heldur bílasala ein í nágrenninu. Bílarnir eru reyndar ekki glænýir en þrír þeirra eru Nissan Versa árgerð 2012 og einn 2011 árgerð af Chevrolet Impala. Þessar gjafir bílasölunnar hófust árið 1998 og síðan þá hefur hún gefið 54 bíla og kostnaðurinn við það verið 600.000 dollarar. Þeir sem unnið hafa bílana eru allir yfirburðanemendur sem hafa fengið A í öllum sínum áföngum og eru gjafirnar hugsaðar til að einfalda þeim lífið við frekara nám. Hefur verkefnið verið kallað "Wheels for A´s". Að þessu sinni voru 7.000 nemendur og foreldrar sem urðu vitni af afhendingu bílanna við útskriftirnar og telur bílasalan að það hafi mikið auglýsingagildi auk þess sem stjórnendur bílasölunnar vilja leggja til samfélagsins með þessum hætti. Á næsta ári ætlar bílasalan að gefa 5 bíla í þessu vinalega verkefni sínu, "Wheels for A´s". Einhverju virðist þetta hafa skilað bílasölunni því sumir af þeim heppnu hafa gegnum árin einmitt keypt nýja bíla af henni eftir að skólagöngu lauk.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent