Mótorhjólamaður eltur af úlfi á þjóðvegi Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2013 10:18 Úlfurinn á fullri ferð á eftir mótorhjólamanninum Honum varð ekki um sel mótorhjólamanninum sem sá ógnarstóran úlf skjótast út úr skóginum og hóf að elta hann hátt í 2 kílómetra leið á nærri 70 km hraða. Þetta gerðist nýlega á þjóðvegi í Alberta fylki í Kanada. Þrátt fyrir hversu ógnarlegt þetta var dró mótorhjólamaðurinn upp síma sinn og smellti nokkrum myndum af úlfinum á fullri ferð á eftir honum. „Það hefði ekki verið gott ef mótorhjólið hefði bilað eða orðið bensínlaust“, sagði hann. „Þegar úlfurinn, sem var stærri en nokkur hundur sem ég hef séð, var næst mér munaði ekki nema tveimur metrum og ég heyrði loppur hans smella í malbikinu“. Eltingaleikurinn endaði þegar bíll dró þá uppi, en þá skaust úlfurinn aftur út í skóg.Bíll dregur eltingaleikinn uppi og úlfurinn hverfur brátt inn í skóginn aftur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Honum varð ekki um sel mótorhjólamanninum sem sá ógnarstóran úlf skjótast út úr skóginum og hóf að elta hann hátt í 2 kílómetra leið á nærri 70 km hraða. Þetta gerðist nýlega á þjóðvegi í Alberta fylki í Kanada. Þrátt fyrir hversu ógnarlegt þetta var dró mótorhjólamaðurinn upp síma sinn og smellti nokkrum myndum af úlfinum á fullri ferð á eftir honum. „Það hefði ekki verið gott ef mótorhjólið hefði bilað eða orðið bensínlaust“, sagði hann. „Þegar úlfurinn, sem var stærri en nokkur hundur sem ég hef séð, var næst mér munaði ekki nema tveimur metrum og ég heyrði loppur hans smella í malbikinu“. Eltingaleikurinn endaði þegar bíll dró þá uppi, en þá skaust úlfurinn aftur út í skóg.Bíll dregur eltingaleikinn uppi og úlfurinn hverfur brátt inn í skóginn aftur
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent