VW Passat slær sparakstursmet Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 10:28 Wayne Gerdes, væntanlega þreyttur eftir aksturinn Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent
Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent