Beijing Automotive hyggst kaupa evrópskan bílaframleiðanda 25. júní 2013 15:14 Áform margra bílaframleiðenda frá Kína eru stórtæk. Beijing Automotive (BAIC) er nú að skoða þrjú evrópsk bílafyrirtæki til kaups, en fyrirtækið telur ekki hægt að ná áformum sínum að selja 400.000 bíla utan heimalandsins árið 2020 án þess. Ekki kemur fram hvaða fyrirtæki þetta eru en þau eru öll sögð í millistærðarflokki. Partur af plani Beijing Automotive er að bæta ímynd bíla sinna og slík kaup væru vafalaust heppileg til þess. Beijing Automotive er að flýta sér við kaupin á meðan evrópskur bíliðnaður er í lægð því verðið verði í takt við það. Einn af kostum þess að kaupa bílaframleiðanda sem þegar er til er sá að í leiðinni tryggir kaupandinn sér aðgang að sölustöðum þess merkis og þannig má flýta mjög markaðsfærslu á bílum kaupandans. Annar kostur við slík kaup er að tryggja sér tækni og uppfinningar þess sem keyptur er. Ef Beijing Automotive lukkast kaupin yrði það ekki í fyrst sinn sem Beijing Automotive hefur leitað út fyrir landsteinana, en bíllinn sem sést hér að ofan byggir á tækni frá Saab sem fyrirtækið keypti árið 2009. Beijing Automotive huggðist um tíma einmitt kaupa Saab áður en það fór á hausinn, en hætti við. Beijing Automotive smíðar nú þegar bíla fyrir Daimler og Hyundai í verksmiðjum sínum og eru þeir bílar seldir í Kína. Beijing Automotive ætlar að selja 2,1 milljón bíla í ár og stefnir að 70% vexti til ársins 2015. Þá ætlar fyrirtækið að verða framleiðandi lúxusbíla árið 2025. Það tryggði sér um daginn þjónustu bílahönnuðarins Leonardo Fioravanti sem vann áður fyrir Ferrari. Hann á að rífa upp hönnun og ímynd Beijing Automotive. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Áform margra bílaframleiðenda frá Kína eru stórtæk. Beijing Automotive (BAIC) er nú að skoða þrjú evrópsk bílafyrirtæki til kaups, en fyrirtækið telur ekki hægt að ná áformum sínum að selja 400.000 bíla utan heimalandsins árið 2020 án þess. Ekki kemur fram hvaða fyrirtæki þetta eru en þau eru öll sögð í millistærðarflokki. Partur af plani Beijing Automotive er að bæta ímynd bíla sinna og slík kaup væru vafalaust heppileg til þess. Beijing Automotive er að flýta sér við kaupin á meðan evrópskur bíliðnaður er í lægð því verðið verði í takt við það. Einn af kostum þess að kaupa bílaframleiðanda sem þegar er til er sá að í leiðinni tryggir kaupandinn sér aðgang að sölustöðum þess merkis og þannig má flýta mjög markaðsfærslu á bílum kaupandans. Annar kostur við slík kaup er að tryggja sér tækni og uppfinningar þess sem keyptur er. Ef Beijing Automotive lukkast kaupin yrði það ekki í fyrst sinn sem Beijing Automotive hefur leitað út fyrir landsteinana, en bíllinn sem sést hér að ofan byggir á tækni frá Saab sem fyrirtækið keypti árið 2009. Beijing Automotive huggðist um tíma einmitt kaupa Saab áður en það fór á hausinn, en hætti við. Beijing Automotive smíðar nú þegar bíla fyrir Daimler og Hyundai í verksmiðjum sínum og eru þeir bílar seldir í Kína. Beijing Automotive ætlar að selja 2,1 milljón bíla í ár og stefnir að 70% vexti til ársins 2015. Þá ætlar fyrirtækið að verða framleiðandi lúxusbíla árið 2025. Það tryggði sér um daginn þjónustu bílahönnuðarins Leonardo Fioravanti sem vann áður fyrir Ferrari. Hann á að rífa upp hönnun og ímynd Beijing Automotive.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent