Fór á fótboltaleik og lenti í brúðkaupi Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 10:30 Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent
Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent