Mark Webber til Porsche í þolakstur 27. júní 2013 14:45 Mark Webber á góðri stundu Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri. Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent
Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri.
Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent