Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2013 19:07 Tryggvi Þór Hilmarsson, art director á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks, með vænan lax í lúkunum. Landsamband veiðifélaga greinir frá því á vef sínum að vikuveiðin nú sé 1508 laxar á sama tíma og þeir vorur 775 í fyrra. Meðalveiði í hliðstæðum vikum síðan 2006 er 914 laxar og aðeins einu sinni hafa aflabrögð verið betri en nú, en það var árið 2010 en þá gaf þessi vika 2061 lax. Á vefnum eru varnaglar slegnir: "Það skal þó tekið fram að ekki er liðið langt á veiðitímabilið enn, og of snemmt að spá neinu um heildarafla sumarsins. En veiðimenn eru jú bjartsýnir, eins og allir vita." Þessar upplýsingar byggja á aflatölum en veiðar eru nú hafnar í 20 af þeim 25 ám sem Landsamband veiðfélaga hefur fylgst með undanfarin 8 ár. Miðast aflatölur við hvert miðvikudagskvöld. "Að kvöldi 26. júní voru komnir 1986 laxar á land úr þessum 20 ám, sem er tæpum 60 prósentum meiri afli en í fyrra." Þá segir jafnframt að menn séu almennt sammála um að veiðin fari vel af stað og laxinn sé vel haldinn. Þetta bendir til þess að hann hafi átt góða vist í sjónum. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Landsamband veiðifélaga greinir frá því á vef sínum að vikuveiðin nú sé 1508 laxar á sama tíma og þeir vorur 775 í fyrra. Meðalveiði í hliðstæðum vikum síðan 2006 er 914 laxar og aðeins einu sinni hafa aflabrögð verið betri en nú, en það var árið 2010 en þá gaf þessi vika 2061 lax. Á vefnum eru varnaglar slegnir: "Það skal þó tekið fram að ekki er liðið langt á veiðitímabilið enn, og of snemmt að spá neinu um heildarafla sumarsins. En veiðimenn eru jú bjartsýnir, eins og allir vita." Þessar upplýsingar byggja á aflatölum en veiðar eru nú hafnar í 20 af þeim 25 ám sem Landsamband veiðfélaga hefur fylgst með undanfarin 8 ár. Miðast aflatölur við hvert miðvikudagskvöld. "Að kvöldi 26. júní voru komnir 1986 laxar á land úr þessum 20 ám, sem er tæpum 60 prósentum meiri afli en í fyrra." Þá segir jafnframt að menn séu almennt sammála um að veiðin fari vel af stað og laxinn sé vel haldinn. Þetta bendir til þess að hann hafi átt góða vist í sjónum.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði