Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn í sögulegum fasteignaviðskiptum

Norski olíusjóðurinn mun eiga í viðræðum við fjárfestingasjóðinn Blackstone um að kaupa hlut Blackstone í fyrirtækjahúsnæðissamstæðunni Broadgate í miðborg London. Ef af kaupunum verður yrðu þau stærstu fasteignaviðskiptin í Bretlandi síðan fyrir hrunið 2008.

Blackstone á í dag helmingshlut í Broadgate og er hann metinn á sem svarar til um 630 milljarða kr. enda er Broadgate ein stærsta fasteignin í miðborg London.

Olíusjóðurinn er þó ekki einn um hitunina að því er segir í fréttum um málið í Financial Times og á vefsíðunni e24.no. Bæði kanadíski fjárfestingarsjóðurinn Brookfield og þýski fjárfestingarsjóðurinn Deutsche Bank Reef hafa áhuga á að kaupa hlut Blackstone.

Norski olíusjóðurinn hóf ekki að fjárfesta í fasteignum fyrr en árið 2009. Í dag eru um 0,9% af fjárfestingum sjóðsins í slíkum eignum. Framtíðarstefnan er að auka þetta hlutfall upp í 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×